top of page
Search
Writer's pictureSnaefridur Ingadottir

6 íslenskir staðir á Tenerife

Nú eru sex veitinga- og skemmtistaðir í rekstri Íslendinga á Tenerife. Þar af eru þrír í eigu sömu eiganda. Allir eru staðirnir á ferðamannasvæðinu á suðurhluta eyjunnar.





Árið 2019 tók ég saman lista yfir veitinga- og skemmtistaðir í eigu Íslendinga á Tenerife fyrir Morgunblaðið. Listinn hefur breyst töluvert á þessum tveimur árum, tveir staðir hafa dottið út (El Paso og Bar-Inn) en þrír aðrir hafa komið inn í staðinn (Smoke Bro´s, Mister Sister og Backyard Lounge). Þá hefur verið sagt frá því í fjölmiðlum að The Skyr factory sé að undirbúa opnun á skyrbar á Tenerife.


Eftirfarandi staðir eru nú í eigu Íslendinga á Tenerife:


Backyard Lounge

Backyard Lounge, opnaði í október 2021 og er til húsa á neðstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar The Duke shops á Costa Adeje. Staðurinn er í um 15 mín göngufjarlægð frá einni fallegustu strönd Tenerife, Playa del Duque. Þá tekur svipaðan tíma að ganga þangað frá hinni vinsælu Fanabe strönd. Kaffibolli og crossant á morgnana, heilsusamlegir réttir yfir daginn og kokteilar á kvöldin er það sem er í boði á staðnum. Rglulega er líka boðið upp á lifandi tónlistaratriði á staðnum á kvöldin. Það eru hjónin Það eru hjónin Drífa Björk Linnet og Haraldur Logi Hrafnkelsson sem eru eigendur staðarins.

Mynd: Facebooksíða Backyard Lounge


St Eu­gen´s

St Eu­gens er einn flott­asti sport­b­ar eyj­unn­ar með 18 risa­skjám inni og 5 fer­metra sjón­varpi á úti­svæði. Staður­inn er risa­stór, með leyfi fyr­ir 400 manns. Auk þess að sýna alla lands­leiki er skemmti­dag­skrá á hverju kvöldi. Pétur Jóhann var t.d. með uppstand á staðnum í kringum síðustu jól. Heim­il­is­fangið er Av. de los Pu­eb­los 13, rétt við San Eu­genio versl­un­ar­miðstöðina. Eigendur staðarins eru þeir Níels Hafsteinsson og Magnús Árni Gunnarsson(Maggi plötusnúður).

Mynd: Facebooksíða St. Eugens

Nostal­g­ía - íslenski barinn

Nostalgía er elsti barinn á Tenerife sem er í eigu Íslendinga en hann opnaði árið 2016. Staðurinn heldur í íslenskar hefðir og hefur t.d. boðið upp á skötu á þorláksmessu og hangikjöt um jólin. Þá er reglulega hægt að fá þar fisk og rjómapönnukökur. Ýmis skemmtikvöld eru haldin á staðnum; karókí, spilakvöld og landsleikir sýndir en best er að fylgjast með dagskránni á facebooksíðu staðarins. Nostal­g­ía er í gömlu klaustri við Calle Egu­enio Domíngu­ez Al­fon­so. Best er að finna strönd­ina Playa del Bobo og horfa þar í kring­um sig eft­ir gulri bygg­ingu með rauðum turni, inn í henni miðri er bar­inn. Eigendur Nostalgíu eru hjónin Her­dís Árna­dótt­ir og Sæv­ar Lúðvíks­son.

Mynd: Snæfríður Ingadóttir/lifiderferdalag.is

Bam­bú bar & bistro

Bam­bú er kósý staður við Pinta ströndina sem býður upp á ein­falda og holla rétti sem og alls kon­ar kokteila. Mat­seðill­inn er á ís­lensku. Plönt­ur, sófar og bambus eru áber­andi í inn­rétt­ing­um staðar­ins. Lifandi tónlist á hverju kvöldi og oft mikið stuð. Fygist með dagskránni á Facebook síðu staðarins. Eig­andi staðar­ins er Halla Birg­is­dótt­ir en hún opnaði hann árið 2019. Hér má sjá viðtal sem ég tók við Höllu árið sem hún opnaði staðinn. Til þess að finna staðinn er best er að finna hót­elið La Pinta við Av. de Esp­aña og ganga neðan við það.

Mynd: Snæfríður Ingadóttir/lifiderferdalag.is


The Mister Sister Showbar

Hér er boðið upp á mat og alvöru "show" á hverju kvöldi og jafnvel stundum lifandi tónlist að deginum til. Barinn er kenndur við breska draglistamanninn Mister Sister sem er margverðlaunaður en hann skemmtir á barnum öll kvöld ásamt öðrum atriðum. Fylgist með dagskránni á Facebook síðu staðarins. Það eru Níels Hafsteinsson og Magnús Árni Gunnarsson sem eiga þennan stað en þeir reka líka, St, Eugens og Smoke bro´s. The Mister Sister Showbar er einnig þekktur undir nafninu First and Last Drink og er við Fanabe ströndina nánar tiltekið við Calle Roma 4.

Mynd: Facebooksíða Mister Sister Showbar


Smoke bro´s

Þessi veitingastaður opnaði rétt fyrir áramótin 2021 og er í eigu Níels Hafsteinssonar og Magnúsar Árna Gunnarssonar sem fyrir reka tvo skemmtistaði á Tenerife. Þetta er fyrst og fremst veitingastaður, sem er með sæti fyrir 60 manns, en þó er vel hægt að detta þarna inn í drykk en staðurinn býður upp á fushion kokteila. Staðurinn er í Los Cristianos í CC Mencey verslunarkjarnanum. Sjá nánar um staðinn hér.


Mynd: Facebooksíða Smoke bro´s

Fleiri upplýsingar um Tenerife má finna í handbókunum Ævintýraeyjan Tenerife og Tenerife krakkabókin. Bækurnar fást í Eymundsson og í vefversluninni lifiderferdalag.is

8,860 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page