top of page
Search

Atvinna í boði á Tenerife

Writer's picture: Snaefridur IngadottirSnaefridur Ingadottir


Það sem hindrar marga í því að láta drauminn um búferlaflutninga til Spánar rætast eru atvinnumöguleikarnir. Á Tenerife hafa nokkur íslensk fyrirtæki verið að auglýsa eftir starfsfólki undanfarið, svo tækifærin eru sannarlega til staðar.


Hér eru dæmi um nokkur atvinnutækifæri á Tenerife:


Barfólk óskast

The Mister Sister Showbar, sem er í eigu Íslendinga, er að leita að starfsfólki. Staðurinn er staðsettur á Costa Adeje, rétt við Fanabe ströndina. Magnús Árni Gunnarsson, einnig þekktur sem Maggi plötusnúður, setti inn auglýsingu þess efnis á Facebooksíðunni Tenerife Tips og sagði; Ef þig langar að vinna á lifandi og skemmtilegum stað á suðurströnd Tenerife með frábæru starfsfólki þá endilega hafðu samband.

Skrifstofustjóri óskast

Þá er íslenskt fyrirtæki á Tenerife að leita að skrifstofustjóra með reynslu í Navison.

Helstu verkefni og ábyrgð: Útreikningur á launum, færsla bókhalds, afstemmingar og utanumhald skrifstofu. Mikilvægt er að viðkomandi geti mætt til vinnu á skrifstofu fyrirtækisins á Tenerife og góð enskukunnátta er nauðsynleg. Fyrir fleiri upplýsingar og atvinnuumsókn geta áhugasamir haft samband við: una@ipinc.ca


Tónlistarfólk óskast

The Backyard Lounge, veitingastaður og bar sem er í eigu íslenskra hjóna, hefur verið að auglýsa eftir tónlistarfólki til þess að troða upp á staðnum t.d. saxófónleikara, gítarleikara o.sfrv. Eins er stutt síðan þau auglýstu eftir starfsfólki á staðinn. Staðurinn er í verslunarmiðstöðinni The Duke shops á Costa Adeje, í göngufjarlægð frá Duque ströndinni.


Spænskumælandi tengiliður óskast

Ekki er heldur langt síðan ræðismannsskrifstofa Íslands á Kanaríeyjum óskaði eftir tengilið á Tenerife sem gæti tekið að sér að vera túlkur fyrir Íslendinga sem á þurfa að halda, til að mynda þegar fólk þarf að fara á sjúkrahús eða til læknis. Áhugasamir fyrir þessu starfi geta haft samband við Sandra Pruckmayr (Icelandic Consulate), s. 928 365 870.


Í bókinni Nýtt líf í nýju landi er að finna ýmsar upplýsingar er tengjast búferlaflutningum til Tenerife og Spánar í heild sinni. Þar er til að mynda heill kafli eingöngu um atvinnuleit þar sem farið er yfir það helsta sem hafa þarf í huga þegar verið er að leita að vinnu í spænsku umhverfi. Bókin fæst á flestum bókasöfnum á Íslandi, í Eymundsson og í vefverslunnni á síðunni www.lifiderferdalag.is


2,950 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page