top of page
Search
Writer's pictureSnaefridur Ingadottir

Nýr íslenskur staður opnar á Tenerife



Nýr íslenskur bar og veitingastaður, Backyard Lounge, hefur opnað dyr sínar á neðstu hæð í verslunarmiðstöðinni The Duke shops á Costa Adeje. Staðurinn er í um 15 mín göngufjarlægð frá einni fallegustu strönd Tenerife, Playa del Duque. Þá tekur svipaðan tíma að ganga þangað frá hinni vinsælu Fanabe strönd.




Það eru hjónin Drífa Björk Linnet og Haraldur Logi Hrafnkelsson sem reka staðinn. Undirbúningur fyrir opnun hefur staðið yfir í nokkurn tíma og hefur staðurinn undanfarið m.a. verið að auglýsa eftir starfsfólki. Backyard Lounge mun bjóða upp á heilsusamlegan mat á daginn og kokteila og gæða vín á kvöldin. Fylgist með fréttum af staðnum á Instagram og Facebook.


Á Tenerife eru nú þegar nokkrir staðir í eigu Íslendinga og verður Backyard Lounge skemmtileg viðbót í þá flóru. Við óskum Drífu og Halla innilega til hamingju með staðinn!





4,962 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page