top of page
Search
Writer's pictureSnaefridur Ingadottir

Nýtt í eigu Íslendinga á Tenerife: Steikur og fushion kokteilar


Rétt fyrir áramótin opnaði nýr veitingastaður á Tenerife sem er í eigu Íslendinga. Staðurinn kallast Smoke Bro´s og býður að mestu leyti upp á mat sem eldaður er í reykofni.


Barbecue veitingastaðurinn Smoke bro´s á Tenerife er í eigu Íslendinga. Mynd: Facebooksíða Smoke Bro´s


„Þetta er svokallað "smokehouse", það er að segja að maturinn er að mestu leyti

langeldaður í reykofni. Við erum t.d. að bjóða upp á vængi, borgara, brisket steikur, tacos, flank steikur og svo framvegis," segir Níels Hafsteinsson sem er eigandi staðarins ásamt Magnúsi Árna Gunnarssyni. Fyrir reka þeir tvo staði á Tenerife, skemmtistaðina St. Eugens og Mister Sister Showbar.


Fushion kokteilar og matseðill á íslensku

Smoke Bro´s, sem opnaði rétt fyrir áramótin, tekur 60 manns í sæti og er hann byggður alveg frá grunni af nýju eigendunum. Að sögn Níels er matseðill staðarins á íslensku en maturinn er þó ekki sérstaklega íslenskur. Þá segir Níels að þeir hafi krækt í einn besta kokteilameistara eyjunnar sem hristir fram fushion kokteila. Það er því líka tilvalið að líta við á staðnum bara í drykk. Smoke Bro´s er til húsa rétt fyrir ofan Vistas ströndina í Los Cristianos, nánar tiltekið í CC Mencey verslunarkjarnanum (við hliðina á Mercadona og á móti Chris abora versluninni). Ath: staðurinn er lokaður á mánudögum.


Mynd: Facebooksíða Smoke bro´s


Alls eru íslenskir skemmti- og veitingastaðir sex talsins á Tenerife. Hér má lesa um þá alla.

Fleiri upplýsingar um Tenerife má finna í handbókunum Ævintýraeyjan Tenerife og Tenerife krakkabókin. Bækurnar fást í Eymundsson og í vefversluninni lifiderferdalag.is



2,722 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


bottom of page